Power BI

Framsetningar- og viðskiptagreindartól frá Microsoft

MICROSOFT POWER BI

Power BI er ört vaxandi viðskiptagreindartól frá Microsoft sem meðal annars gerir notendum gagna kleift að vinna með og deila gögnum.
Lausnin er einföld í notkun og býður upp á fjölbreyttar leiðir að framsetningu og deilingu gagna, sameinuðum úr mörgum áttum (gagnalindum).

Microsoft Power BI er mælaborð stjórnendaupplýsinga sem hjálpar þér að fá 360° sýn á reksturinn og færa þér hnitmiðaðar upplýsingar beint í vafra eða í farsímann. Með einum smelli er hægt að kafa dýpra á hvern og einn mælikvarða til að greina frávik þar sem framsetningin getur verið í svokölluðum vefpörtum (widgets) og því þægilegt að fá mjög samandregna sýn á gögnin sín.

Til eru tengingar við yfir 50 viðskiptakerfi og greiningartól sem hægt er að nýta sem sniðmát af ýmsum mælaborðum sem gerir innleiðingu kerfisins hraða og auðvelda. Ráðgjafar Cubus mæla eindregið með því að byrjað sé heldur einfalt og staðlað á meðan hugmyndirnar mótast fyrir næstu útgáfu af mælaborðunum, því auðvelt er að týna sér í hafsjó upplýsinga.

Sem dæmi um mælaborð má nefna stjórnendasýn á vöruhús gagna, á fjárhagskerfi eða á þjónustukerfi. Hægt væri að tvinna saman sérstakar sýnir gagna allra kerfa til að safna saman öllu helstu upplýsingum sem stjórnandinn þarf fyrir yfirsýn á fyrirtækið.

Power BI

Með Power BI Desktop, skýrslugerðartólinu á bak við Power BI lausnina, er lífið gert léttara fyrir notendur að draga saman gögn úr mismunandi áttum til setja saman skýrslu sem hentar þínu fyrirtæki.

Með Power BI Services eru skýrslurnar gerðar notendum aðgengilegar, sem tryggir að þeir hafi eins nýlegar og réttar upplýsingar og unnt er á hverjum tímapunkti, til þess að byggja ákvarðanir á.

Nánari upplýsingar má finna á síðu Microsoft.

Bóka ráðgjöf

Nafn*

Netfang*

Sími

Fyrirtæki