VÖRUHÚS GAGNA
Með vöruhúsi gagna er átt við gagnagrunn sem hefur verið hannaður sérstaklega til þess að einfalt og hraðvirkt sé að ná út úr honum upplýsingum.
Gögnin berast frá mismunandi kerfum og fara í gegnum úrvinnsluferli sem mótar og hreinsar þau á leiðinni.
Þannig verður til heildstæður grunnur þar sem búið er að samþætta gögn fyrirtækisins og auðvelt er að vinna úr þeim með skýrslu- og greiningartólum.
Rétt ráðgjöf og hönnun er grundvöllurinn þegar byggja á upp vöruhús gagna.