ValuePlan er íslenskt áætlanakerfi sem verið hefur á markaði frá árinu 2003 og er notað af fjölda stórra og meðalstórra fyrirtækja.

ValuePlan kerfið er hraðvirkt, fljótlegt í innleiðingu og tengist öðrum kerfum með einföldum hætti.

Viðmót kerfisins er hefðbundið client/server viðmót, vefviðmót eða viðbót í Excel.

ValuePlan styður jafnt við hefðbundin vinnubrögð og hlaupandi/breytudrifna áætlanagerð, s.s. í Beyond Budgeting aðferðafræðinni. Meðal helstu kosta kerfisins má nefna:

·      Ótakmarkaður fjöldi vídda, mælikvarða og viðfangsefna. Fullur sveigjanleiki í uppbyggingu líkana.

·      Sjálfvirk breytingaskráning og notendavænt viðmót til að greina breytingar.

·      Fullkomin aðgangsstýring í þægilegu viðmóti.

·      Sveigjanleg áætlunartímabil (12, 13, 15 mánaða, 3ja eða 5 ára, eftir árum, mánuðum eða fjórðungum).

·      Fullur stuðningur við hlaupandi áætlanir / rúllandi fjárhagsspár.

·      Góð yfirsýn yfir ferlið og stýring samþykktarferla

·      Fullur stuðningur við mismunandi gjaldmiðla og tungumál

·      Þægileg tenging við Excel

·      Full samþætting við greiningarlausnir

·      Lifandi grafísk greining, gagnvirk gröf og stjórnborð

·      Og síðast en ekki síst: Innleiðingartími mældur í dögum eða vikum, ekki mánuðum eða árum