Sparaðu tíma í áætlana- og skýrslugerð

Toolpack er einfalt áætlana- og skýrslugerðarkerfi sem nýtir kunnuglegt umhverfi Microsoft Excel til að einfalda áætlanagerð.

Áskoranir við áætlanagerð snúast oft um tengingu viðskiptagagna og framsetningu þeirra við ábyrgðaraðilana í ferlinu. Með Toolpack er sjálfvirkni í áætlanaferlinu aukin. Bein tenging við gögn frá viðskiptakerfum ásamt öflugri viðbót í Excel gerir þér kleift að setja upp fjölbreytt áætlanalíkön.

Með einföldum hætti er hægt að keyra út mismunandi áætlanablöð fyrir mismunandi ábyrgðaraðila til innsláttar. Að lokum sér kerfið um að safna áætlanablöðunum saman og sameina í heildstæða áætlun sem vistuð er í miðlægum gagnagrunni.

Toolpack veitir þér einfalt og sveigjanlegt áætlanaferli þar sem auðvelt er að framkalla skýrslur til að sjá samanburð við raunverulegar rekstrartölur.

Verðdæmi

  • Fjárhagsáætlun
  • Stjórnendaskýrslur
  • Eitt fyrirtæki
  • Uppsetning ásamt tengingu við bókhaldskerfi

Verð frá: 850.000 kr. án vsk.

Viðbótarkerfiseiningar

  • Viðbótarfyrirtæki
  • Söluáætlanir
  • Víddar- og viðmiðunargreiningar
  • Árs- og ársfjórðungsuppgjör
  • Sjóðstreymi
  • Samstæðuppgjör

Enginn notendaleyfi eru fyrir Toolpack.

Útbreiddasta áætlanakerfið í Skandinavíu

Með því að nota Excel fæst ákveðinn sveigjanleiki við vinnu á gögnum þar sem hægt er að setja upp reikningslíkön til að reikna út forsendur sem síðan skila sér inn í áætlanaferlið.

Toolpack auðveldar fjármálateymum að greina og fylgja eftir áætlanaferli sem og samanburði við rauntölur þar sem gagnaflutningur er sjálfvirkur frá rekstrarkerfum.

Kerfið kemur með tilbúnum skýrslum til að greina rekstur á bæði tölulegan og myndrænan hátt ásamt yfirliti með lykilmælikvörðum. Öllum skýrslum er svo hægt að breyta og aðlaga að þörfum hvers og eins.

Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar um lausnina.

  • Einfalt viðmót í Microsoft Excel
  • Gögn keyrð sjálfvirkt inn frá rekstrarkerfum eða eftir þörfum
  • Hægt að áætla á fjárhagslykla, viðskiptamenn, vöruflokka/vörunúmer, deildir, verkefni eða aðrar víddir
  • Hægt að stilla upp mismunandi lykla-tré/ramma fyrir hvert hlutverk í áætlanaferlinu
  • Samstæðuuppgjör
  • Mismunandi myntir
  • TimeXtender bakendi fyrir innlestur gagna

MÆLDU ÞAÐ SEM SKIPTIR MÁLI

Mældu lykilatriði sem eru mikilvæg fyrir þig með sjálfvirkri fjárhagsáætlun og skýrslugerðartóli.

Bóka ráðgjöf

Nafn*

Netfang*

Sími

Fyrirtæki