FRAMHALDS NÁMSKEIÐ

VERÐ: 52.000 kr.

Næsta námskeið: Engin dagsetning

Kennslutími frá 9:00 - ca. 16:00

POWER BI FRAMHALDS NÁMSKEIÐ

Power BI er ört vaxandi viðskiptagreindartól frá Microsoft sem meðal annars gerir notendum gagna kleift að vinna með og deila gögnum.
Lausnin er einföld í notkun og býður upp á fjölbreyttar leiðir að framsetningu og deilingu gagna, sameinuðum úr mörgum áttum (gagnalindum).

Lögð verður mikil áhersla á verkefnavinnu. Verkefnin eru unnin ofan á tilbúið gagnamódel sem Cubus hefur útbúið, svo tíminn verður að mestu nýttur í skýrslugerðir, mælaborð og útreikninga þar á bakvið.

Á námskeiðinu verður farið yfir:

Framsetningar á tölfræðigögnum 

  • Skoðuð mismunandi framsetningarmöguleika
  • DAX útreikningar (síur, tímaútreikningar, flýtileiðir o.fl.)
  • Mælaborð og skýrslur (Dashboards og Reports)
  • Þumalputtareglur í uppsetningu mælaborða og skýrslna
  • “Subreports” (skýrslur undir öðrum skýrslum)

Skýjalausnir

  • Öryggis- og aðgangsmál
  • Vinnsla með gögn á netinu sem sótt eru inn í kerfið
  • Dreifing, samnýting og uppfærsla á gögnum í skýi
  • Tengingar við Sharepoint og aðrar gagnalindir

Dýpri tök á byrjendanámskeiði

  • Flóknari mælaborð og skýrslur
  • DAX útreikningar – afhent gögn með helstu formúlum
  • Verðmódel Power BI – framhald
  • Dreifingar á skýrslum
  • Ítarefni og ábendingar

 

    Verð: 52.000 kr.

Power BI

Fyrir hverja:

Námskeiðið er sniðið að öllum þeim sem hafa þekkingu á Power BI.

Æskilegt er að þátttakendur hafi klárað byrjendanámskeið Power BI, þar sem öll efnistök námskeiðsins eru byggð ofan á grunnnámskeið.

Praktísk atriði:

Gert er ráð fyrir að þátttakendur komi með eigin fartölvur með uppsettu Power BI Desktop, sem má nálgast hér.

Nánari upplýsingar varðandi uppsetningu er hægt að finna hér.

Annars er velkomið að koma degi fyrr og við aðstoðum þig með uppsetningu án endurgjalds.

Hver er þinn ávinningur:

Kynning á Power BI

  • Færni til að greina gögn frá mismunandi kerfum og geta sett þau fram á skiljanlegan hátt.
  • Nýting á sjálfvirkni til að uppfæra og losna þar með við óþarfa endurtekningu í vinnuferli.
  • Skýrslugerð og hönnun á mælaborði.
  • Auðveldari leið til að vinna með og sækja gögn.
  • Þekking á notkun mælaborðs og greininga á spjaldtölvum/snjallsímum.
  • Samþættir möguleikar sem Power BI hefur upp á að bjóða í samhengi við dagleg störf og verkefni.

SKRÁNING