Jet Reports er einföld viðbót í Excel og úr verður öflugt skýrslugerðarkerfi. Enginn þörf er á gagnaútflutningi, afritun gagna milli kerfa eða SQL kóða – bara einfalt viðmót í kunnuglegu umhverfi.
Með Jet Reports færðu aðgang að Microsoft Dynamics gögnunum þínum beint í Excel. Notendur geta útbúið skýrslur sérsniðnar að sínum þörfum.
Yfir 100.000 notendur um allan heim reiða sig á Jet Reports til að nálgast mikilvægar rekstrarupplýsingar, sem gerir það að útbreiddustu Microsoft Dynamics skýrslugerðarlausninni á markaðnum.