Jet Hub

Samnýta skýrslur

Á einfaldan hátt er hægt að samnýta skýrslur og veita aðgang að þeim fyrir ólíka notendur

FRÁBÆR LAUSN FYRIR SKÝRSLUSTJÓRNUN, TEYMISVINNU OG ÚTGÁFUSTJÓRNUN – ALLIR HAFA RÉTT GÖGN

 

Hvað er Jet Hub?

Með Jet Hub er á auðveldan hátt hægt að samnýta skýrslur og veita aðgang að þeim fyrir marga ólíka notendur. Kerfið sér um að aðgangstýra upplýsingum ef þörf er á. Með Jet Hub er hægt að sjá yfirlit yfir þær skýrslur sem búið er að hanna, hvenær þær voru uppfærðar, hverjir hafa aðgang o.s.frv.

Excel skýrslur aðgengilegar óviðkomandi 

Án Jet Hub geta Excel skýrslur verið hvar sem er í tölvukerfunum og erfitt getur verið að átta sig á því hvort um er að ræða rétta útgáfu af skýrslunni hverju sinni eða hvort tilvísanir á skýrsluna séu réttar. Hefðbundnar Excel skýrslur eru oft ekki aðgangstýrðar og því getur hver sem er opnað þær og séð upplýsingar sem hann ætti ef til vill ekki að hafa aðgang að.

 

Helstu kostir

  • Samstarf á netinu, útgáfustjórnun á efni fyrir allar skýrslur, mælaborð og áætlanir.
  • Hröð og auðveld vefgátt sem virkar með hvaða snjallsíma sem er.
  • Útgáfustýring og sjálfvirkar uppfærslur þannig að þú hefur alltaf rétt svör.
  • Skýrsluleit og deiling til að finna það sem vantar, hvar og hvenær sem er.
  • Aðgangstjórnun, öruggur aðgangur að skýrslum og miðlægt vinnuflæði.

ER NÚVERANDI NÁLGUN ÞÍN VIÐ FJÁRHAGSÁÆTLUN ÓSKIPULÖGÐ OG TÍMAFREK?

Jet Hub

UPPLÝSINGAR ÞEGAR ÞÖRF ER Á ÞEIM

Notendur hafa oft ekki aðgang að þeim upplýsingum sem þeir þurfa á að halda. Það getur skapað álag á deildinni sem veita þarf upplýsingar ef grípa þarf til aðgerða til að veita notenda aðgang að gögnum. Samstarf þvert á deildir verður einnig erfiðara þegar unnið er með margar útgáfur af sama skjalinu, á sama tíma.

Jet Hub

RANGAR SKÝRSLUR

Þrátt fyrir allt þá er hægt að búa til rangar skýrslur t.d. ef unnið er með gögn í Excel sem ekki eru rétt eða hafa verið uppfærð. Notendur geta t.d. náð í gögn úr úreltum kerfum eða notað skýrslur sem ekki eiga við það verkefni sem verið er að leysa. Með  Jet Hub er komið í veg fyrir þetta því kerfið heldur utan um allar skýrslur sem keyra í kerfinu og uppfærir þær reglulega. Þannig geta margir aðilar unnið í sama skjalinu hverju sinni án þess að eiga hættu á að yfirskrifa rangar upplýsingar inn í skýrslurnar.

Jet Hub

MÆLABORÐ

Með Jet Hub hafa notendur val um fjölbreytt safn af mælaborðum til notkunar.

HAFÐU FULLA STJÓRN OG AÐGANG AÐ NÁKVÆMUM VIÐSKIPTAGÖGNUM HVAR OG HVENÆR SEM ER