UiPath
RPA lausnapakkinn frá UiPath inniheldur öll þau verkfæri sem fyrirtæki þurfa til að hefja vegferð í átt að aukinni sjálfvirkni.
Í daglegu tali er talað um sjálfvirknivæðingu þegar auka á sjálfvirkni ferla og verkefna hjá fyrirtækjum. Það á einnig við hér með áherslu á róbótavædda sjálfvirkni. Róbótavædd sjálfvirkni stendur fyrir Robotic Process Automation á ensku, skammstafað RPA, og er ein leið að því marki að auka sjálfvirkni – sjálfvirknivæða – í daglegri starfsemi fyrirtækja.
Róbótavædd sjálfvirkni notar hugbúnaðarróbóta til að vinna með forrit á nákvæmlega sama hátt og starfsmaður gerir. Róbótarnir vinna eftir forskrift – lógík – og ráða því best við síendurtekin og vel skilgreind verkefni. Þeir eru nokkurs konar sýndar-starfskraftar. Dæmi um verkefni sem henta vel fyrir svona róbóta eru:
-
Flutningur gagna milli kerfa með inslætti eða í gegnum forritaskil.
-
Afstemming gagna.
-
Skýrslugerð.
-
Eftirlit og upplýsingasöfnun um rekstur kerfa.
-
Verkefni þar sem vinna þarf með gömlum kerfi sem styðja ekki forritaskil.
-
Prófanir á hugbúnaðarkerfum og þjónustum.
-
Afgreiðsla og úrvinnsla beiðna, pantana, breytinga, s.s. stofnun viðskiptavina í mörgum kerfum.
Þá er spurt: hvað með hinn mannlega starfsmann sem sinnti þessari vinnu? Hvað gerir hann þá í vinnunni?
Í samhengi þeirra verkefna sem hann vann og eru nú orðin sjálfvirk, þá verður hann frekar eftirlitsaðili sem tekur ákvarðanir um framkvæmd þegar þeirra er þörf, t.d. þegar róbót stoppar vegna fráviks í ferlinu. Þess utan þá hefur starfsmaðurinn tíma til að fást við meira gefandi verkefni. Hinn mannlegi starfsmaður hefur þannig umsjón með verkefnum og tryggir að þau gangi vel.
Þessi nálgun nýtist vel þar sem sjálfvirknivæða á reglulega, vel skilgreinda ferla og síendurtekin verkefni. Róbótar geta unnið innslátt og færslur mun hraðar en mannlegur starfsmaður og hætta á villum er nánast enginn. Á þennan hátt má því hámarka og besta reglubundna ferla sem ekki eru auðveldlega sjálfvirknivæddir á annan hátt, t.d. með innleiðingu nýrra kerfa.
UiPath býður upp á heildstæðan pakka verkfæra fyrir þau fyrirtæki sem stefna á aukna sjálfvirkni ferla og verkefna í daglegum rekstri og vilja nýta sér róbóta. UiPath róbótar geta unnið á móti viðmótum forrita og einnig forritaskilum (API) ásamt því að hægt er að sækja viðbætur fyrir marga vinsæla hugbúnaðarpakka í dag, þar sem búið er að hjúpa samskipti og gera aðgengileg í UiPath Studio, sem er hönnunarumhverfi UiPath. Notkun UiPath felur ekki í sér neina sérstaka samþættingu kerfa og kallar ekki á sérstaka hugbúnaðarþróun.
UiPath hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga, en fyrirtækið var stofnað árið 2005 og er með um 3.000 starfsmenn í 25 löndum. UiPath hefur í dag stærstu markaðshlutdeild fyrirtækja í róbótavæddri sjálfvirkni og var valið það fyrirtæki tæknigeirans sem sýndi mesta framþróun árið 2019.Einnig var það valið í þriðja sæti á Forbes 100 lista af skýjalausnafyrirtækjum árið 2019 ásamt því að vera á forsíðu Forbes í September 2019, þar sem framkvæmdastjórinn var kallaður “Yfirmaður vélmennanna”. Árið 2020 var UiPath útnefnt Leader í Gartner Magic Quadrant 2020 fyrir RPA lausnir.
Róbótavædd sjálfvirkni nýtist til dæmis vel í verkefni þar sem:
-
SKRÁ ÞARF UPPLÝSINGAR UM STARFSMENN, NOTENDUR EÐA VIÐSKIPTAVINI Í MÖRG UNDIRKERFI, SEM KALLAR OFT Á TÍÐUM Á MÖRG HANDTÖK.
-
BÆTA ÞARF EFTIRLIT MEÐ HUGBÚNAÐI/HUGBÚNAÐARFERLUM EN ALDUR EÐA HÖNNUN KERFANNA TAKMARKAR UPPLÝSINGAGJÖF FRÁ ÞEIM Á KEYRSLUTÍMA.
-
FÆRA ÞARF FJÁRHAGSLEGAR UPPLÝSINGAR ÚR T.D. EXCEL SKJÖLUM INN Í ÖNNUR KERFI OG ENGAR EINFALDAR LEIÐIR INN Í ÞAU KERFI ERU TIL STAÐAR.
-
ALMENNT ÞARF AÐ FÆRA UPPLÝSINGAR FRÁ EINUM STAÐ, ÚR EINU KERFI, YFIR Í EITT EÐA FLEIRI ÖNNUR KERFI. ÞAR SEM INNSLÁTTUR UPPLÝSINGA Í KERFI OG MILLI KERFA ER STÓR HLUTI AF VERKEFNUM STARFSMANNA.