Vöruhús gagna á einfaldan
TimeXtender er þekkt sem leiðandi í þróun hugbúnaðar til að byggja upp vöruhús gagna og OLAP teninga með skilvirkari hætti en áður þekktist. Með aukinni sjálfvirkni TimeXtender er unnt að stytta þróunartíma og einfalda rekstur vöruhúss gagna til muna.
Lausnin byggir á sterkum grunni Microsoft SQL Server en færir þér einfalt viðmót og sjálfvirkni fyrir tímafreka þætti er snúa að þróun og rekstri vöruhúss gagna.
Þetta gerir þér kleift að einblína á þá þætti sem eru þér mikilvægastir og veita þér forskot í formi betri upplýsinga og bættrar ákvarðanatöku.
Forskot með TimeXtender
Í dag eru auknar kröfur um að ný gögn séu aðgengileg hratt og örugglega. Aðlaganir, að breyttum þörfum og nýjum gögnum, þarf að geta gert með skömmum fyrirvara. Innleiðing á vöruhúsi gagna er oft á tíðum langt, kostnaðar- og áhættusamt verkefni. Þegar lausnin er svo tilbúin getur hún verið úreld og þung í uppfærslu þegar þarfir breytast.
TimeXtender útrýmir þessum ókostum með einföldu viðmóti og sjálfvirkni!
Meginkostir:
- Hröð innleiðing: Einfalt drag-and-drop viðmót og sjálfvirk myndun kóða fyrir gagnameðhöndlun sparar þér allt að 80% af þróunartíma. Lausnin er komin í rekstur á vikum, ekki mánuðum eða árum.
- Minni áhætta: Innleiðing í stuttum skrefum tryggir að þú fáir svörin sem þú þarfnast núna, ekki þau sem þú þurftir fimm mánuðum áður en innleiðingin hófst.
- Auðvelt að viðhalda: Með öflugu viðmóti er auðvelt að bæta við nýjum gagnalindum og auka upplýsingum með nokkrum smellum. Endanotendur fá þarfir sínar um breytingar uppfylltar fljótt og örugglega.
- Hraði: Með því að sameina öll gögn frá CRM, ERP og öðrum kerfum myndast engir flöskuhálsar sem tryggir hraðari úrvinnslu skýrslna.
Í stuttu máli, TimeXtender uppfyllir alla kosti þess að vera með vöruhús gagna – bara miklu hraðar.
Hvernig virkar hugbúnaðurinn
- TimeXtender, virkar sem viðmót ofan á Microsoft SQL netþjóna til að smíða, viðhalda og reka vandað vöruhús gagna með minni tilkostnaði.
- Þekkt viðfangsefni í vöruhúsafræðum eru leyst með innbyggðri virkni s.s. SCD1, SCD2, Surrogate Keys, Early Arriving Facts, Aggregations o.fl.
- Kerfið sér um að búa til töflur, sýnir (views), stefjur, SSIS-pakka og OLAP teninga þegar þú gefur út einingar og tryggir vandaðan kóða.
- Tímasettar keyrslur er hægt að setja upp á ýmsan máta og þar sem kerfið þekkir tengslin á milli allra hluta þarf ekki að eyða vinnu í að raða saman háðum einingum.
Viltu vita meira?
Fyrir nánari upplýsingar eða kynningu á hugbúnaðinum hafðu samband við okkur í gegnum skráningarformið hér fyrir neðan.
Hér eru nokkrir hlekkir með nánari lýsingu á eiginleikum Discovery Hub: