Jet Analytics er viðskiptagreindarlausn með tilbúnu vöruhúsi gagna og teningum ásamt safni af skýrslum fyrir Microsoft Dynamics viðskiptakerfin. Í Jet Analytics pakkanum er að finna Jet Data Manager sem heldur utan um öll gögn sem dælt er inn í vöruhúsið og teningana. Jet Data Manager er í raun TimeXtender á bakvið tjöldin og því er einfalt að breyta og setja inn viðbætur ásamt því að sækja gögn úr öðrum kerfum til að auðga vöruhúsið og teningana.
Fyrirtækjagreiningar sem sameina gögn frá mismunandi kerfum
SJÁLFVIRKNI Í VÖRUHÚSI GAGNA, STÖÐUGLEIKI, VIÐSKIPTAGREIND OG MASTER DATA MANAGEMENT
Jet Analytics
Með Jet Analytics færðu:
- Heildstæða viðskiptagreindarlausn sem er uppkomin og tilbúin til notkunnar á nokkrum klukkustundum
- 6 tilbúna teninga sem auðvelt er að breyta (Fjárhagur, Sala, Birgðir, Innkaup, Viðskiptakröfur, Viðskiptaskuldir)
- Vöruhús gagna með tilbúnum gagnadælingum fyrir fyrrnefnda teninga
- Yfir 80 tilbúnar skýrslur og mælaborð
- Samþættingu við Microsoft Dynamics viðskiptakerfi með möguleika á að tengjast flest öllum öðrum kerfum
- Möguleika á að búa til skýrslur og mælaborð hratt og örugglega án þess að þekkja undirliggjandi gagnamódel
- Alla þá kosti sem TimeXtender hefur að bjóða með einföldu viðmóti og sjálfvirkni við uppbyggingu og rekstur á vöruhúsi gagna