Einfalt og öflugt

Leiðandi hugbúnaðarlausn fyrir áætlanagerð og árangurstjórnun (CPM)

Skilvirkara áætlanaferli með Prophix

Árangursstjórnun byggist á heildarhugsun þar sem samhengi tölulegra upplýsinga við aðstæður fara saman. Markmiðasetning og mælikvarðar skipta gríðarlegu máli þar sem forgangsröðun í rekstri, ytri áhrif, breytingar og fjármálalegt hæfi tengjast saman með heildrænni hugsun. Mælikvarðar, endurtekningar og agi einkenna góða árangursstjórnun.

Innleiðing á Prophix felur í sér að nokkrar hugbúnaðareiningar eða sérstakar kerfiseiningar eru sameinaðar í búnað sem veitir þér öfluga yfirsýn. 

Sem dæmi má nefna að þú notar upplýsingar úr fjárhagskerfi til þess að fylla út ýmis skjöl til að áætla. Skýrslur úr mörgum kerfum er svo notaðar til að fá upplýsingar um raunstöðu og til að bræða saman árangur og áætlun. Þú notar svo þriðju aðferðina til að mæla útkomuna. Með Phropix árangursstjórnun færðu breiðari sýn á reksturinn, áætlanagerðina og hvernig markmiðin koma út. 

Þetta virðist oft á tíðum yfirgripsmikið ferli og tafsamt en flestir taka upp hluta lausnarinnar til að byrja með. Algengt er að byrja á fjárhagsáætlun og færa sig svo dýpra inn í lausnina. 

Gríðarlegur ávinningur næst með því að nýta sér samræmdan hugbúnað og dreifa ábyrgð áætlanagerða til framkvæmdastjóra sviða og deilda og þar með tryggja að þeir hafi puttann á púlsinum er reksturinn varðar. Fjárhagsáætlanir eru góðar en það þarf að bæta við ýmsum utanaðkomandi breytum til að tryggja góða árangursstjórnun. 

Það er ekki einkamál fjármálastjórans að útbúa fjárhagsáætlanir þó hann kunni að vera ábyrgur fyrir áætlanagerðinni. Gott er að nýta samræmdan hugbúnað þannig að ekki sé verið að bræða saman mismunandi skjöl. Ytri aðstæður geta breyst á svip stundu og þá getur tekið of langan tíma að aðlaga gamla kerfið að breyttum aðstæðum eða búa til mismunandi sviðsmyndir, sem er alltaf gott að eiga. 

“A budget is
telling your
money where
to go instead
of wondering
where it went.”

― Dave Ramsey