Fjöldi erlendra sérfræðinga leggur leið sína til landsins í haust

Cubus hefur haustið með krafti og heldur fjóra morgunverðarfundi á Grand hótel í samvinnu við innlenda og erlenda fyrirlesara. Von er á sérfræðingum frá stærstu samstarfsaðilum Cubus, m.a. frá Jet Global, Talend og Prophix.

Einnig verður haldin vinnustofa (e. workshop), þar sem ráðgjafar Cubus munu vera með sýnikennslu og aðstoð við uppsetningu og notkun TimeXtender vöruhússins.

Kynningarnar gagnast öllum þeim sem hafa áhuga á að halda betur utan um áætlana- og skýrslugerðir en skráning er hafin hér að neðan.

Skráning er frí –  takmörkuð sæti í boði.

Jet Global – 11. september

Jet Reports frá Jet Global er útbreiddasta skýrslugerðarkerfi sem hannað hefur verið fyrir Microsoft Dynamics forritin. Nýverið setti Jet Global nýtt áætlanagerðarkerfi á markað sem kallast Jet Budget. Kerfið hefur slegið í gegn hjá notendum Jet Reports, en kerfið er mjög aðgengilegt og einfalt.

Sérfræðingar frá Jet Global munu kynna kerfin með hjálp góðra gesta og notenda kerfanna á Íslandi.

SKRÁNING Á VIÐBURÐ
Talend & Stitch – 18. september

Talend og Stitch eru vinnslutól notuð fyrir skipulagningu gagna og gagnamokstur. Talend er eitt stærsta og öflugasta vinnslutól sem hægt er að fá markaðinum á sviði þungra og flókna gagna. Stitch er svo ný skýjalausn sem notuð er til þess að draga upplýsingar út úr mörgum mismunandi kerfum og keyra gögnin upp í skýið.

Sérfræðingar munu heimsækja okkur frá Talend og munu þeir með hjálp góðra gesta kynna kerfin fyrir ráðstefnugestum.

Þessi ráðstefna er ætluð fyrir þá sem sérhæfa sig í viðskiptagreind.

SKRÁNING Á VIÐBURÐ
Prophix – 25. september

Prophix er alhliða rekstrarkerfi þar sem fjárhagsáætlana-, spálíkana-, og skýrslugerðir eru gerðar sjálfvirkari og einfaldari. Einnig hefur lausnin uppá að bjóða mannauðskerfi sem aðstoðar við að hafa yfirsýn yfir starfsmannamálum.

Sérfræðingar frá Prophix munu kynna kerfið með hjálp góðra gesta og notenda.

SKRÁNING Á VIÐBURÐ
TimeXtender – 2. október

TimeXtender er þekkt sem leiðandi í þróun hugbúnaðar til að byggja upp vöruhús gagna og OLAP teninga með skilvirkari hætti en áður þekktist. Með aukinni sjálfvirkni TimeXtender er unnt að stytta þróunartíma og einfalda rekstur vöruhúss gagna til muna.  Sérfræðingar á sviði gagnavöruhúsa munu vera með vinnustofu (workshop) og sýnikennslu á virkni forritsins.

Einnig verður fjallað um þá möguleika sem gervigreind er að koma með í vinnslu gagna.

Vinnustofan er ætluð fyrir þá sem sérhæfa sig í viðskiptagreind.

SKRÁNING Á VIÐBURÐ