JET REPORTS NÁMSKEIÐ

GRUNNNÁMSKEIÐ FYRIR BYRJENDUR

VERÐ: Óákveðið

Næsta námskeið: Óákveðið

JET REPORTS NÁMSKEIÐ FYRIR BYRJENDUR

Jet Reports er einföld viðbót í Excel og úr verður öflugt skýrslugerðarkerfi. Enginn þörf er á gagnaútflutningi, afritun gagna milli kerfa eða SQL kóða – bara einfalt viðmót í kunnuglegu umhverfi.

Með Jet Reports færðu aðgang að Microsoft Dynamics gögnunum þínum beint í Excel. Notendur geta útbúið skýrslur sérsniðnar að sínum þörfum.

Yfir 100.000 notendur um allan heim reiða sig á Jet Reports til að nálgast mikilvægar rekstrarupplýsingar, sem gerir það að útbreiddustu Microsoft Dynamics skýrslugerðarlausninni á markaðnum.

Að námskeiðinu loknu verða þátttakendur færir um að ná í og tengjast gögnum, móta eigin skýrslur, gera sjálfvirkar keyrslur og keyra skýrlurnar upp í skýið.

Á námskeiðinu verður farið yfir:

Kennsla á Excel borðann

 • Uppsetningu á kerfinu og add-in í Excel
 • Kennsla á öll tól kerfisins
 • Mismunandi tegundir skýrslna útskýrðar og hvaða tól skal nota

Skýrslugerð

 • Mismunandi tegundir skýrslna settar upp
 • Gerð mælaborðs með gröfum
 • Settar á sjálfvirkar uppfærslur og sendingar í gegnum tölvupóst

Jet Hub

 • Skýjalausn Jet Reports sýnd
 • Hvernig deila á greiningum með öðrum notendum
 • Aðgangsstýringar og öryggi

 

Verð: Óákveðið

Jet Reports

Fyrir hverja:

Námskeiðið er sniðið að öllum þeim sem starfa við eða hafa áhuga á skýrslu- og áætlanagerð og fjármálagreiningar.

Æskilegt er að þátttakendur hafi unnið með gögn og gagnaframsetningu eða hafi brennandi áhuga á því.

Praktísk atriði:

Gert er ráð fyrir að þátttakendur komi með eigin fartölvur, en undirbúið verður fjarumhverfi sem þátttakendur munu tengjast þar sem allt verður uppsett.

Hver er þinn ávinningur:

Kynning á Jet Reports

 • Færni til að greina gögn úr mismunandi töflum í Navision.
 • Færni til að færa gögn úr Navision með síum yfir í Excel til greininga.
 • Nýting á sjálfvirkni til að uppfæra og losna þar með við óþarfa endurtekningu í vinnuferli.
 • Skýrslugerð og hönnun á mælaborði.
 • Auðveldari leið til að vinna með og sækja gögn.

SKRÁNING

Skráning á Jet Reports námskeið

Skráðu þig á námskeiðið með því að ýtá hnappinn hér, sem fer með þig á skráningarsíðu frá Eventbrite.