Samþætting gagna milli kerfa er mikilvægt skref í átt að stafrænu umhverfi.

Það er einfalt með Talend.

Með Talend færðu tilbúnar tengingar á móti öllum helstu kerfum og gagnalindum sem einfaldar samþættingu gagna

Hvað er Talend?

Talend er kerfissvíta sem inniheldur marga gagnlega hluti til þess að auðvelda hönnuðum  að hanna gagnageymslur þar sem upprunakerfi geta verið mörg eins og til dæmis, ERP kerfi, IoT, vefsíður og skjöl svo eitthvað sé nefnt.

Samþætting gagna er mikilvægt skref til þess að gögn fyrirtækisins nýtist stjórnendum og starfsmönnum fyrirtækja að öðlast yfirsýn yfir þær upplýsingar sem fyrirtækið/stofnun kann að búa yfir. T.d. Talend hefur tilbúnar tengingar á móti fjöldanum öllum af source kerfum sem hægt er að nýta við þróunina.  Helstu kerfishlutir Talend eru: samansafn (collect), stjórnun (govern), síun/aðlaganir (transform) og að lokum dreifing gagna (share).

Talend Cloud

Talend Cloud er vefhugbúnaðarvöndull þar sem búið er að safna saman helstu samþættingarverkfærum sem finna má í Talend Studio.

Data Integration:

Öflugt samþættingartól þar sem hægt er ná allt að tíu sinnum meiri afköstum við smíði gagnaflutninga miðað við hefðbundin innslátt.

Big Data Integration:

Með því að nota kerfishluta sem taka á móti straumum er hægt að nýta upplýsingar í rauntíma sem koma frá tækjum sem senda frá sér þess háttar upplýsingar. Með auðveldum hætti er hægt að tengja við gagnastraumana gervigreind (machine learning) þar sem reiknirit geta greint gögnin og skilað frá sér niðurstöðum.

Cloud API Service:

Smíði skelja fyrir önnur kerfi til þess að hafa samskipti við.  Þannig sparast mikill tími sem annars færi í það að útbúa þessar skeljar í öðrum forritunartólum.

Data Catalog:

Vörulisti yfir þau gögn sem við erum að vinna með. Vensl taflna, lýsingar og upplýsingar um eigindi taflna og skjala í gagnasafninu. Kerfið getur skilað af greinargerð á því formi sem óskað eftir er þar sem þessir þættir eru tíundaðir.

Master Data Management:

Allt á einum stað og aðeins ein útgáfa af gögnunum  (single „version of the truth“) hvort sem það eru upplýsingar úr grunnkerfum, gögn frá skýkerfum (Viðskiptatengslakerfum) ,SharePoint kerfum, Lotus Notes, það er að segja frá öllum kerfum fyrirtækisins

Data Quality:

Upplýsingar um gæði gagna og hvernig þau þróast yfir tíma, ef t.d. vantar skráningar á gögnum í ERP kerfinu, er verið að skrá rangar upplýsingar í upplýsingakerfin.

Data Preperation:

Betri nálgun á því hvernig kerfisstjórar og neytendur upplýsingana geta unnið saman að því að ná fram betri upplýsingum án þess að mikið álag myndist á kerfisstjóra til þess að uppfylla þarfir viðskiptanotandans að hluta með svokölluðum sjálfsafgreiðslu viðskiptagreindar (self-service bi) hugmyndafræði.

TALEND ER EITT AF FÁUM SAMÞÆTTINGARTÓLUM SEM GETUR TENGST MÖRGUM ÓLÍKUM GAGNAGRUNNUM Í EINU

MARGIR GAGNAGRUNNAR Í EINU

 

Talend er eitt af fáum samþættingartólum sem getur tengst mörgum ólíkum gagnagrunnum í einu. Sem dæmi um gangagrunnstengingar eru tengingar við AX, NAV, Oracle grunna, Azure (Microsoft SQL í skýinu), IOT, Salesforce, Dynamics CRM, Dynamics Sharepoint, Big Data, samfélagssíður eins og twitter og facebook, Onedrive og Dropbox eða rúmlega  900 tengimöguleikar alls.

Talend svítan hefur kerfishluta sem tengst geta gagnaskýjum og þannig er hægt að hafa yfrsýn yfir keyrslur verkefna frá skýþjónustu Talend.

Talend ræður við fjölda endakerfa fyrir þróun, prófanir og raun kerfi vöruhúss.  Alla forritunarkóða sem verða til við verkefnin er hægt að tengja við GitHub og fá þannig virkni við önnur ólíkra verkefna.  Fjölnotenda kerfi er því stutt af Talend, þar sem margir hönnuðir geta verið að vinna samtímis í einu og sama verkefninu.

Talend Studio

Talend Studio er hugbúnaðarvöndull (open source) þar sem verkefnin eru hönnuð í Java og getur því keyrt á ólíkum stýrikerfum. Notendur eru því ekki bundnir við eitt stýrikerfi heldur geta hannað verkefnið í því stýrikerfi sem þeir eru vanir og kjósa að nota.

Samfélag notenda í Taland er stórt og þar hafa margir búið til íhluti sem hafa hentað og nýst á milli hönnuða. Þannig getur sparast umtalsverður tími fyrir hönnuði ef verkefnið krefst mikillar séraðlögunar/forritunar vegna samþættinga sem alla jafna fylgja ekki með Talend Studio.