Fáðu tafarlausa innsýn í reksturinn með tilbúnum lausnum fyrir Microsoft Dynamics viðskiptakerfin.

Sérsniðnar skýrslur í Excel

Jet Reports er einföld viðbót í Excel og úr verður öflugt skýrslugerðarkerfi. Með Jet Reports færðu aðgang að Dynamics Nav gögnunum þínum beint úr Excel með einföldu viðmóti og getur útbúið sérsniðnar skýrslur eins og þú vilt hafa þær. Enginn gagnaútflutningur, copy-paste eða SQL kóði – bara einfalt viðmót í umhverfi sem þú þekkir.

Yfir 100.000 notendur um heim allann reiða sig á Jet Reports til að nálgast mikilvægar rekstrarupplýsingar, sem gerir það að útbreiddustu Microsoft Dynamics skýrslugerðarlausninni á markaðnum.

Sjálfvirkar útkeyrslur á skýrslum

Tímasettu keyrslur á skýrslum sem er svo dreift út sjálfvirkt á rétta aðila á skilgreindum tíma – daglega, vikulega eða mánaðarlega. Einnig er hægt að setja skýrslur upp þannig að þær eru sendar út þegar ákveðin viðmið í gögnum eru brotin. Allt eftir þínum þörfum.

Helstu kostir

 • Sérsniðnar, rauntímaskýrslur eftir þörfum – beint úr Excel
 • Drill-down til að fá nánara niðurbrot á tölunum
 • Sjálfvirkar útsendingar á skýrslum með “Scheduling Wizard”
 • Aðgangur að öllum gögnum í viðskiptakerfinu  – líka custom reitum
 • Einföld skýrslugerð með drag-and-drop virkni.

Jet Enterprise

Jet Enterprise er viðskiptagreindarlausn með tilbúnu vöruhúsi gagna og teningum ásamt safni af skýrslum fyrir Microsoft Dynamics viðskiptakerfin. Í Jet Enterprise pakkanum er að finna Jet Data Manager sem heldur utan um allar dælingar á gögnum inn í vöruhúsið og teningana. Jet Data Manager er í raun TimeXtender á bakvið tjöldin og því er einfalt að breyta og setja inn viðbætur ásamt því að sækja gögn úr öðrum kerfum til að auðga vöruhúsið og teningana.

Með Jet Enterprise færðu:

 • Heildstæða viðskiptagreindarlausn sem er uppkominn og tilbúinn til notkunnar á nokkrum klukkustundum
 • 7 tilbúna teninga sem auðvelt er að breyta (Fjárhagur, Sala, Birgðir, Innkaup, Viðstkipakröfur, Viðskiptaskuldir, Framleiðsla)
 • Vöruhús gagna með tilbúnum gagnadælingum fyrir fyrrnefnda teninga
 • Yfir 80 tilbúnar skýrslur og mælaborð
 • Samþættingu við Dynamics viðskiptakerfi með möguleika á að tengjast flest öllum öðrum kerfum
 • Möguleika á að búa til skýrslur og mælaborð hratt og örugglega án þess að þekkja undirliggjandi gagnamódel
 • Alla þá kosti sem TimeXtender hefur að bjóða með einföldu viðmóti og sjálvirkni við uppbyggingu og rekstur á vöruhúsi gagna

Sjáðu möguleikana með Jet Reports